Garðabær Alex Þór Hauksson er kominn aftur á heimaslóðirnar.
Garðabær Alex Þór Hauksson er kominn aftur á heimaslóðirnar. — Morgunblaðið/Eggert

Knattspyrnumaðurinn Alex Þór Hauksson er kominn til liðs við Stjörnuna á ný eftir fjögurra ára fjarveru. Alex er 25 ára miðjumaður sem lék með meistaraflokki Stjörnunnar frá 2016 til 2020 en hafði áður spilað 12 ára gamall með meistaraflokki Álftaness. Hann lék síðan með Öster í sænsku B-deildinni í þrjú ár en sneri heim fyrir ári og lék með KR á síðasta tímabili. Hann á að baki 167 deildaleiki á ferlinum, þar af 96 í efstu deild.