Fyrirliði Elliði Snær Viðarsson verður með fyrirliðabandið á HM.
Fyrirliði Elliði Snær Viðarsson verður með fyrirliðabandið á HM. — Morgunblaðið/Eggert

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson verður með fyrirliðabandið þegar Ísland hefur leik á lokamóti HM í handbolta næstkomandi fimmtudag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er meiddur og missir af fyrstu leikjunum og Ómar Ingi Magnússon varafyrirliði verður ekki með vegna meiðsla. Elliði var með bandið í vináttuleiknum gegn Svíþjóð í gærkvöldi og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði við Morgunblaðið í gær að Elliði héldi því í næstu leikjum.