Útlit er fyrir að Skotinn David Moyes taki á ný við starfi knattspyrnustjóra Everton eftir tólf ára fjarveru en hann stýrði liðinu áður frá 2002 til 2013. Nýir eigendur Everton sögðu Sean Dyche upp störfum í gær, þremur tímum fyrir bikarleik liðsins gegn Peterborough. Leighton Baines, fyrrverandi leikmaður liðsins, og fyrirliðinn Seamus Coleman stjórnuðu Everton í leiknum gegn C-deildarliðinu á Goodison Park en Everton vann 2:0.