„Við erum himinlifandi yfir móttökunum. Ég hafði mikla trú á báðum bókum en það er alltaf erfitt að segja fyrir um sölu, það fer til dæmis eftir framboði annarra forlaga á svipuðum verkum og einnig hefur gagnrýni og umfjöllun töluverð áhrif,“ segir María Rán Guðjónsdóttir sem rekur bókaútgáfuna Angústúru, þegar hún er spurð um gott gengi bókanna Óli K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Tjörnin eftir Rán Flygenring sem báðar seldust upp fyrir jólin.
„Við vissum að margir þekkja til verka Óla K. og biðu spenntir eftir bókinni en hún vakti athygli enn breiðari hóps en við bjuggumst við, og fékk mikla og góða athygli, enda glæsilegt verk. Svo var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut þriðja sæti í Bóksalaverðlaununum.
Tjörnin var lofuð í hástert í fjölmiðlum og það spurðist út, fólk kveikti strax á því að þarna væri spennandi og marglaga bók á ferðinni,
...