Kjördæmisráð framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum samþykkti í gærkvöldi að óska miðstjórnarfundar svo flýta megi flokksþingi. Það sé nauðsynlegt til þess að bregðast við afleitum kosningaúrslitum í nóvember.
Hlutverk flokksþings er meðal annars að kjósa forystu flokksins. Fram hefur komið að Sigurður Ingi Jóhannsson hyggist sitja áfram sem formaður, en af samtölum blaðsins við framsóknarmenn er óvíst að eining sé um það. » 2