Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var ekki auglýst laust til umsóknar, að því er fram kemur í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þetta þýðir að Halla Bergþóra Björnsdóttir mun gegna embættinu áfram næstu fimm árin. Dómsmálaráðherra skipaði hana í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá og með 11. maí 2020 til fimm ára og því hefði þurft að tilkynna henni að embættið yrði auglýst í síðasta lagi 11. desember sl.