Hvorki netrisar né ríkisvaldið eiga að ráðskast með tjáningarfrelsið

Mark Zuckerberg, forstjóri netrisans Meta, sem á m.a. félagsmiðlana Facebook og Instagram, kvaddi sér hljóðs á þriðjudag og lýsti því hvernig fyrirtækið hefði á ný tekið ástfóstri við tjáningarfrelsið.

Zuckerberg hyggst falla frá víðtækri ritskoðun á miðlum sínum, sem hófst í nafni baráttunnar gegn „upplýsingaóreiðu“, hætta á við „staðreyndakönnun“, en í stað þeirra verður tekið upp athugasemdakerfi líkt því sem Elon Musk innleiddi með góðum árangri á X (Twitter) árið 2023.

Þessir ritskoðunartilburðir hófust vestanhafs árið 2016 fyrir þrýsting frá Demókrötum, sem vildu ekki trúa því að Donald Trump hefði náð kjöri til forseta nema fyrir einhverjar vélar og undirróður vondra manna, bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi.

Auðvitað var það ekki kallað ritskoðun, heldur

...