Dexter Morgan, blóðmeinafræðingur hjá lögreglunni í Miami, er sjónvarpsáhorfendum ekki ókunnugur, enda var hann á skjánum frá 2006 til 2013. Eins og þið kannski munið var hann ekki aðeins að sinna vinnu sinni hjá lögreglunni
Morð Hinn ungi Dexter myrðir bara vont fólk.
Morð Hinn ungi Dexter myrðir bara vont fólk.

Ásdís Ásgeirsdóttir

Dexter Morgan, blóðmeinafræðingur hjá lögreglunni í Miami, er sjónvarpsáhorfendum ekki ókunnugur, enda var hann á skjánum frá 2006 til 2013. Eins og þið kannski munið var hann ekki aðeins að sinna vinnu sinni hjá lögreglunni. Í frítímanum svalaði hann sérkennilegri fýsn sinni sem fólst í því að myrða, á mjög óhuggulegan máta, illmenni. Þannig var Dexter aldrei vondi maðurinn því allir vita að vont fólk á skilið að deyja, að minnsta kosti í sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Michael C. Hall lék hinn eftirminnilega og viðkunnanlega fjöldamorðingja í fyrri seríum, en nú fá áhorfendur að hitta hann á ný sem ungan mann.

Í Sjónvarpi símans er Dexter aftur mættur í Dexter: Original Sin. Þar leikur Patrick Gibson hinn unga og hálfklaufalega Dexter og fáum við að fylgjast með fyrsta morðinu. Um leið og hann er kominn með blóðbragð í munninn verður ekki aftur snúið! Christian

...