Tugir þúsunda heimila og mannvirkja eru brunnir til kaldra kola í gróðureldum sem hafa herjað á Los Angeles síðastliðna tvo sólarhringa. Um 179 þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sín vegna eldanna
Víðtækt tjón Strandhýsi brennur til grunna í Malibu nærri Los Angeles.
Víðtækt tjón Strandhýsi brennur til grunna í Malibu nærri Los Angeles. — AFP/Augstin Paullier

Iðunn Andrésdóttir

idunn@mbl.is

Tugir þúsunda heimila og mannvirkja eru brunnir til kaldra kola í gróðureldum sem hafa herjað á Los Angeles síðastliðna tvo sólarhringa. Um 179 þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sín vegna eldanna.

Íbúar Los Angeles-borgar eru í áfalli vegna þeirrar miklu eyðileggingar sem gróðureldarnir hafa valdið en alls hafa fimm látist af völdum eldanna. Eru gróðureldarnir taldir þeir kostnaðarsömustu í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt umfjöllun Wall Street

...