Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ekkert lát var í gær á gróðureldunum miklu sem herjuðu á Los Angeles og nágrenni. Glímdi slökkvilið borgarinnar í gær við að minnsta kosti fimm aðskilda gróðurelda á öðrum degi hamfaranna, og ógnuðu eldarnir m.a. Hollywood-hæðum og hinni frægu verslunargötu Sunset Boulevard.
Rúmlega 100.000 manns hafa nú fengið fyrirskipanir um að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Palisades-eldurinn, sá fyrsti sem kviknaði, hefur nú lagt undir sig tæplega 7.000 hektara og hafði slökkvilið ekki náð neinni stjórn á honum í gærmorgun. Eaton-eldurinn, sem læsti sig í norðurhluta borgarinnar, var tæplega 4.300 hektarar í gær og Hurst-eldurinn, sem er skammt norðan San Fernando, hafði brennt um 346 hektara.
Að minnsta kosti fjórir nýir gróðureldar kviknuðu
...