Línumaður Sveinn Jóhannsson var kallaður inn fyrir Arnar Frey.
Línumaður Sveinn Jóhannsson var kallaður inn fyrir Arnar Frey. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í handbolta á lokamóti HM vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum við Svíþjóð í gærkvöldi. Arnar tognaði aftan í læri þegar hann skoraði 23. mark Íslands á 42. mínútu. Sveinn Jóhannsson leikmaður Kolstad var kallaður inn í hópinn í stað Arnars. Hann flýgur út til Svíþjóðar í dag og verður með íslenska liðinu í seinni leiknum við það sænska á morgun.