Ísland gerði í gærkvöldi jafntefli við Svíþjóð, 31:31, í vináttuleik karla í handbolta í Kristianstad. Var leikurinn liður í undirbúningi beggja liða fyrir lokamót HM en Ísland leikur fyrsta leik gegn Grænhöfðaeyjum næstkomandi fimmtudag í Zagreb
Landsleikur
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland gerði í gærkvöldi jafntefli við Svíþjóð, 31:31, í vináttuleik karla í handbolta í Kristianstad. Var leikurinn liður í undirbúningi beggja liða fyrir lokamót HM en Ísland leikur fyrsta leik gegn Grænhöfðaeyjum næstkomandi fimmtudag í Zagreb.
Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins voru svekktir með að missa leikinn niður í jafntefli í lokin en Ísland var með 31:29-forskot þegar rétt rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Svíar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér jafntefli.
„Strax eftir leik er ég svekktur að vinna ekki. Við vorum með tækifæri til þess undir lokin. Það voru einhverjar sveiflur í þessu. Það var eitthvað gott og annað sem við þurfum að gera betur.
...