Annríki Innri endurskoðun hefur nú þrjár stjórnsýsluúttektir til skoðunar.
Annríki Innri endurskoðun hefur nú þrjár stjórnsýsluúttektir til skoðunar. — Morgunblaðið/Karítas

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að fela innri endurskoðun (IER) að gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu er varðar Álfabakka 2. Morgunblaðið sendi fyrirspurn um hvað margar stjórnsýsluúttektir væru í gangi á vegum borgarinnar og hvenær mætti búast við niðurstöðu.

Í svarinu kemur fram að uppfærðri verkáætlun um samningaviðræður um bensínstöðvalóðirnar verði lokið í mars nk. og í endurskoðunarnefnd og borgarráði/borgarstjórn í apríl. Verkáætlun Brákarborgar miðast við lok febrúar og í endurskoðunarnefnd/borgarráði í mars.

„Að svo stöddu er ekki hægt að segja til um verklok í Álfabakka 2. Forathugun fer af stað þegar afgreiðslubréf hefur borist IER,“ segir í svari Reykjavíkurborgar.