Donald J. Trump komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar hann gaf í skyn að beita mætti vopnum til að ná Grænlandi undir yfirráð Bandaríkjanna. Trump hefur áður, í fyrri forsetatíð sinni, sagst vera til í að kaupa Grænland. Það er að sjálfsögðu ekki til sölu, eins og grænlenskir ráðamenn hafa neyðst til að taka fram. Það er ráðlegt að taka yfirlýsingum forsetaefnisins með fyrirvara og alls ekki bókstaflega, eins og Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur bent á en þó ber að taka þær alvarlega.
Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, var ómyrk í máli um útspil Trumps og sagði það bull. Hún kynnti á liðnu ári nýja stefnu grænlensku landstjórnarinnar í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum til ársins 2033. Hún ber yfirskriftina Grænland og umheimurinn: Ekkert um okkur án okkar. Segja má að stefnan sé eitt af mörgum skrefum Grænlendinga í átt til sjálfstæðis. Þar er því meðal annars
...