Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Kvikmyndin halaði inn yfir 100 milljónir króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund áhorfendur sáu hana í kvikmyndahúsum landsins
Ljúfsár Egill Ólafsson í Snertingu.
Ljúfsár Egill Ólafsson í Snertingu.

Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Kvikmyndin halaði inn yfir 100 milljónir króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund áhorfendur sáu hana í kvikmyndahúsum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Í öðru sæti er ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine sem yfir 50 þúsund manns sáu og skilaði 97 milljónum kr. Í þriðja sæti er teiknimyndin Inside Out 2 sem rúmlega 55 þúsund manns sáu og skilaði 85 milljónum kr. Ásamt Snertingu rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir, þ.e. Ljósvíkingar og Fullt hús, inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins, en 12 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru um 217

...