Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason var mest selda bókin árið 2024 hvort heldur horft er til metsölulista Pennans Eymundssonar, sem nær aðeins til umræddrar bókakeðju, eða Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút), sem byggir á sölunni hjá A4, …
Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason var mest selda bókin árið 2024 hvort heldur horft er til metsölulista Pennans Eymundssonar, sem nær aðeins til umræddrar bókakeðju, eða Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút), sem byggir á sölunni hjá A4, Bóksölu stúdenta, Bónus, Forlagsversluninni, Hagkaup, Kaupfélagi Skagfirðinga, Nettó, Nexus, Skáldu og Sölku bókaverslun.
Á metsölulista Pennans Eymundssonar yfir allar bækur ársins koma næst á eftir Ferðalokum bækurnar Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu Sigurðardóttur, Ævisaga Geirs H. Haarde og Hulda eftir Ragnar Jónasson.
Á metsölulista Fíbút yfir allar bækur ársins koma næst á eftir Ferðalokum bækurnar Ég læt sem ég sofi, Dauðinn einn
...