Hvað er KVAN? Við erum menntunar- og þjálfunarfyrirtæki og bjóðum upp á námskeið, þjálfun, fræðslu og fyrirlestra fyrir einstaklinga, skóla, stofnanir, fyrirtæki, fagfólk, foreldra og börn. Einnig erum við með sérlausnir eins og að halda starfsdaga…
— Morgunblaðið/Eggert

Hvað er KVAN?

Við erum menntunar- og þjálfunarfyrirtæki og bjóðum upp á námskeið, þjálfun, fræðslu og fyrirlestra fyrir einstaklinga, skóla, stofnanir, fyrirtæki, fagfólk, foreldra og börn. Einnig erum við með sérlausnir eins og að halda starfsdaga og komum auk þess að flóknum verkefnum úti um allt land, sértaklega í skólum. Flóknu málin eru til dæmis samskiptavandi, einelti og neikvæð menning.

Hvað fleira er boðið upp á hjá KVAN?

Við erum með alls konar námskeið, meðal annars leiðtoganámskeið fyrir stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum. Mjög margir hafa sótt þessi leiðtoganámskeið. Sama má segja um námskeið sem kallast Verkfærakista og er fyrir kennara og fagfólk sem vinnur með börnum. Auk þess erum við með ferðaskrifstofu og bjóðum upp á ferðir erlendis fyrir alls konar

...