Orri Páll Ormarsson
Hið fornfræga knattspyrnufélag Manchester United hefur ekki gefið mér neitt gegnum tíðina. Satt best að segja aðallega kallað yfir mig þjáningu og almenn leiðindi vegna þess að það hefur verið svo gott í fótbolta og haldið mínum mönnum, Arsenal, frá ófáum titlunum.
Á þessu varð óvænt breyting á dögunum. Ég var þá á göngu í heimsborginni Lundúnum ásamt tengdasyni mínum, sem almættið sá sóknarfæri í að hafa grjótharðan United-mann. Nema hvað? Þegar við gengum fram hjá ónefndri ölstofu í West-Hampstead blasti við okkur krítartafla af gamla skólanum úti á stétt. „Wolves gegn Man. Utd, kl. 17.30. ÓKEYPIS KOLLA, fyrir alla sem nenna að líta inn.“
Ég er að segja ykkur það.
Við tengdafeðgar létum ekki segja okkur þetta tvisvar, ruddumst inn og fengum kolluna okkar. Maður sem leit út fyrir að vera fastakúnni sat á barnum og rak upp stór augu:
...