Fyrirlestur Randy Blythe, söngvari bandaríska málmbandsins Lamb of God, hefur varað menn við að taka börnin sín með á fyrirlestraröð sem hann er að hrinda af stokkunum í tilefni af útgáfu sjálfsævisögu sinnar, Just Beyond the Light, sem kemur út 18. febrúar. „Það er MJÖG GÓÐ ástæða fyrir því að ég hef verið edrú í 14 ár,“ segir hann á samfélagsmiðlum og bætir við að sumar sögurnar sem hann komi til með að segja séu frá þeim tíma þegar hann misnotaði áfengi og fíkniefni. „Sumt af þessu verður sprenghlægilegt (alla vega fyrir mig) en annað sorglegt/aumkunarvert – hvað sem því líður er ég býsna viss um að þetta verður ekki við hæfi barna. Þá er ég búinn að vara ykkur við.“