Dagbók Bridget okkar Jones er ekki af baki dottin og í febrúar snýr hún aftur í fjórðu kvikmyndinni sem byggist á skáldsögum Helenar Fielding, Bridget Jones: Mad About the Boy. Nú er Bridget (Renée Zellweger) orðin ekkja, eftir fráfall Marks (sem…
Renée Zellweger leikur Bridget sem fyrr.
Renée Zellweger leikur Bridget sem fyrr. — AFP/Paras Griffin

Dagbók Bridget okkar Jones er ekki af baki dottin og í febrúar snýr hún aftur í fjórðu kvikmyndinni sem byggist á skáldsögum Helenar Fielding, Bridget Jones: Mad About the Boy. Nú er Bridget (Renée Zellweger) orðin ekkja, eftir fráfall Marks (sem Colin Firth lék), og móðir tveggja lítilla barna, og vinnufélagi hennar dregur hana inn á stefnumótaforritið Tinder. Vonbiðlarnir láta að sjálfsögðu ekki bíða eftir sér og Bridget sveiflast milli tveggja mjög frambærilegra kosta, sem Chiwetel Ejiofor og nýstirnið Leo Woodall (White Lotus ofl.) leika. Hugh Grant snýr aftur sem hinn sjálfhverfi Daniel, eins Jim Broadbent og Shirley Henderson, sem leika foreldra Bridgetar.