„Þetta var frábær upplifun og öll umgjörðin í kringum mótið var upp á tíu. Það var heiður að vera fulltrúi Íslands og heimsálfunnar,“ sagði kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson í samtali við Morgunblaðið
Fyrstur Gunnlaugur Árni Sveinsson lék fyrstur Íslendinga með úrvalsliði evrópskra áhugamanna þegar það mætti liði Asíu og Eyjaálfu.
Fyrstur Gunnlaugur Árni Sveinsson lék fyrstur Íslendinga með úrvalsliði evrópskra áhugamanna þegar það mætti liði Asíu og Eyjaálfu. — Ljósmynd/EGA

Golf

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

„Þetta var frábær upplifun og öll umgjörðin í kringum mótið var upp á tíu. Það var heiður að vera fulltrúi Íslands og heimsálfunnar,“ sagði kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson í samtali við Morgunblaðið.

Gunnlaugur var í úrvalsliði áhugamanna í Evrópu á Bonallack Trophy í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þar mætast úrvalslið áhugamanna Evrópu og Asíu/Eyjaálfu. Að lokum vann lið Asíu og Eyjaálfu, 16,5:15:5, eftir spennandi keppni.

„Það var svekkjandi. Við vorum jafnir eftir tvo daga og ég ætlaði að vinna leikinn minn í dag (í gær). Ég vildi vinna og liðið mitt vildi vinna. Svona er þetta þegar þú ert með bestu leikmenn Asíu og Evrópu. Allir leikir eru stál í stál og

...