Horsens Galdur Guðmundsson mun leika í dönsku B-deildinni.
Horsens Galdur Guðmundsson mun leika í dönsku B-deildinni. — Ljósmynd/Horsens

Galdur Guðmundsson, 18 ára sóknarmaður úr U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu, hefur samið við danska félagið Horsens til þriggja ára. Horsens kaupir hann af FC Köbenhavn en þar hefur Galdur leikið með unglingaliðum í hálft þriðja ár. Hann lék fimm úrvalsdeildarleiki með Breiðabliki, 15 og 16 ára gamall, áður en hann fór til FCK árið 2022. Horsens leikur í dönsku B-deildinni og er þar í fjórða sæti en keppni hefst á ný eftir vetrarfríið seint í febrúar.