Colin Firth hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í myndaflokknum.
Colin Firth hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í myndaflokknum. — AFP/Leon Bennett

Hryðjuverk Sjónvarp Símans Premium hefur hafið sýningar á myndaflokknum Lockerbie: A Search for Truth. Colin Firth fer þar með hlutverk læknisins Jims Swires sem hóf upp á sitt eindæmi rannsókn á atvikinu þegar flugvél Pan Am sprakk í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie rétt fyrir jólin 1988. 270 manns týndu lífi, þeirra á meðal dóttir Swires. Barátta Swires fyrir réttlæti hefur staðið fram á þennan dag.