„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig og við erum allar mjög spenntar,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður kvennaliðs Hauka í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Hafnfirðingar mæta Galychanka Lviv frá Úkraínu í 16-liða…
Evrópubikarinn
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig og við erum allar mjög spenntar,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður kvennaliðs Hauka í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið.
Hafnfirðingar mæta Galychanka Lviv frá Úkraínu í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins um helgina en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Sá fyrri fer fram í dag, klukkan 17, og sá síðari á morgun, sunnudag, klukkan 17 en síðari leikurinn er titlaður heimaleikur Hauka í einvíginu.
Haukar höfðu betur gegn Dalmatinka frá Króatíu í 32-liða úrslitum keppninnar en báðir leikirnir fóru fram í Ploce í Króatíu. Fyrri leiknum lauk með eins marks sigri Hafnfirðinga, 24:23, og þeim síðari lauk einnig með eins marks
...