Pistill
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Líflegar umræður sköpuðust í kaffitímanum hér á Morgunblaðinu um daginn þegar rætt var um notkun tjákna (emoji) en í vikunni var einmitt skemmtilegt viðtal við Önnu Steinsen um þau mál. Í ljós kom að við sem eldri erum notum tjáknin bandvitlaust, eða að minnsta kosti er það skoðun þeirra sem fæddir eru á þessari öld.
Það er til að mynda mjög dónalegt að svara skilaboðum með einum þumli, við gætum víst eins verið að sýna á okkur löngutöngina.
„Slík skilaboð eru nánast á við löðrung,“ segir Anna í greininni.
Ég er þá greinilega búin að móðga mann og annan og það mjög lengi!
Eins þykir argasti dónaskapur að setja punkt á eftir orði og alls ekki skrifa OK, heldur frekar ókei eða ókey. Og þá alls ekki OK., með punkti á eftir, það jafnast á við líkamsárás ef ég skil þetta rétt. Og punktar almennt í
...