Ali Mauricio frá Níkaragva segist hafa fengið ógleymanlega gjöf frá Íslandi rétt áður en hann steig fæti til jarðar – norðurljósin! Myndir sem hann tók á leiðinni til landsins, fyrir rúmri viku, þar sem hann var enn í flugvélinni, hafa fengið yfir 31 þúsund læk á samfélagsmiðlum.
Ali, sem hefur ferðast víða, segir Ísland nú skipa sérstakan sess í hjarta sínu.
Á ferð sinni fór Ali Gullna hringinn og heimsótti Vík og Selfoss og var djúpt snortinn af íslenskri náttúru. Frosnir fossar, svartur sandur og villtir selir heilluðu hann, en hann viðurkennir að kuldinn hafi komið sér á óvart enda hefur verið einstaklega kalt síðustu daga.
Þrátt fyrir að hafa notið ferðarinnar segir Ali að hann sé þegar farinn að skipuleggja næstu dvöl sína.
Nánar um málið
...