Ingibjörg Isaksen
Ingibjörg Isaksen

Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknarflokksins skrifar um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Bendir hún á að ekki sé um framhald fyrri viðræðna að ræða, heldur nýjar viðræður sem yrðu tímafrekar og kostnaðarsamar. „Er það tímans og kostnaðarins virði að hefja aftur viðræður á byrjunarreit þegar grundvallarspurningum, sem sigldu viðræðunum í strand síðast, hefur ekki enn verið svarað með fullnægjandi hætti?“ spyr Ingibjörg og svarið blasir við.

En af því að ríkisstjórnin segist vilja spara, og hefur munstrað almenning upp í að veita gervigreind stjórnarráðsins ráð í því sambandi, er einnig ástæða til að benda á grein Haraldar Ólafssonar formanns Heimssýnar. Hann vekur athygli á að ætla megi að árleg aðildargjöld að ESB yrðu um þrír milljarðar króna.

Þessu til viðbótar kæmi

...