Úr ólíkum áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@althingi.is
Tímamót munu eiga sér stað í sögu Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi þegar nýr formaður verður kjörinn í stað Bjarna Benediktssonar sem hefur gegnt embættinu lengur en nokkur annar í sögu flokksins að Ólafi Thors undanskildum. Forysta Bjarna og leiðtogahæfileikar hans hafa skipt máli á viðburðaríkum og krefjandi tímum. Sagan mun dæma stjórnmálaferil og stórar ákvarðanir hans í gegnum árin á annan og dýpri hátt en umræðan er frá degi til dags. Sagan mun sýna hvaða árangri þjónusta hans og skuldbinding í þágu samfélagsins skilaði. Bjarni er hlýr, lífsglaður, greindur, þolinmóður og skynsamur. Hann er ósérhlífinn og mun minna upptekinn af sjálfum sér en margir virðast vera af honum. Ég þakka honum
...