Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, verður væntanlega ekki í liði Grænhöfðaeyja þegar það mætir Íslandi í fyrsta leik HM karla í handknattleik í Zagreb næsta fimmtudag. Hafsteinn var í 18 manna hópi Grænhöfðaeyja sem fór til Zagreb…
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, verður væntanlega ekki í liði Grænhöfðaeyja þegar það mætir Íslandi í fyrsta leik HM karla í handknattleik í Zagreb næsta fimmtudag. Hafsteinn var í 18 manna hópi Grænhöfðaeyja sem fór til Zagreb til undirbúnings en var ásamt öðrum leikmanni sendur heim eftir að ákveðið var að vera aðeins með 16 menn í keppninni í stað 18. Hann gæti þó verið kallaður inn á ný ef meiðsli koma upp í hópnum.