Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Ný fyrirlestraröð hefur göngu sína í Eddu í næstu viku. Ingibjörg Þórisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs hjá Árnastofnun, segir það vera lið í því að opna stofnunina og miðla þeim verðmætum sem hún geymir til almennings.
„Árnastofnun hefur, eins og margir vita, verið svolítið lokuð bók. Hún hefur verið á bak við luktar dyr í Árnagarði vegna strangrar öryggisgæslu í kringum handritin. En nú erum við komin í þetta stórglæsilega hús og við erum eiginlega búin að opna Árnastofnun, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu,“ segir Ingibjörg.
Fyrirlestrarnir munu tengjast handritasýningunni Heimur í orðum beint eða óbeint. Þá verður einnig boðið upp á annars konar viðburði, til dæmis tónleika og dagskrá fyrir börn. „Sýningin er fyrir alla og með þessu viljum við reyna að koma til móts við ólíka hópa og fjalla um það
...