Við þurfum að lyfta og enn meira þegar við eldumst, því við verðum að halda vöðvamassa og styrk. Um leið og þú ferð að missa vöðvamassa, ferðu að síga saman.
Lóló hefur kennt fólki að hreyfa sig í þrjátíu ár. Hún leggur mikla áherslu á að finna jafnvægi í hollustu, en huga þarf að svefni, mataræði og hreyfingu jöfnum höndum.
Lóló hefur kennt fólki að hreyfa sig í þrjátíu ár. Hún leggur mikla áherslu á að finna jafnvægi í hollustu, en huga þarf að svefni, mataræði og hreyfingu jöfnum höndum.

Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir, betur þekkt einfaldlega sem Lóló, hefur helgað líf sitt hreyfingu og hollustu. Lóló varð 75 ára á síðasta ári en er enn að vinna við að halda fólki í formi, veita því aðhald og gefa góð ráð. Hún hefur unnið sem kennari og einkaþjálfari hjá World Class í þrjátíu ár en hefur meðfram því verið fararstjóri hjá Úrval Útsýn. Þegar blaðamaður sló á þráðinn á öðrum degi ársins og falaðist eftir viðtali tók hún vel í það, enda alltaf til í að tala um ágæti heilbrigðs lífsstíls. Lóló var að sjálfsögðu í World Class í Laugum að klára að þjálfa viðskiptavini þegar blaðamann bar að garði. Á kaffihúsinu beið hún með tvö vatnsglös, í skærappelsínugulum íþróttafötum og eldhress, enda í toppformi!

Fer í laugina alla daga

Snemma beygist krókurinn, segir máltækið, og á það vel við í tilfelli Lólóar. Hún var ekki nema sjö ára

...