Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir, betur þekkt einfaldlega sem Lóló, hefur helgað líf sitt hreyfingu og hollustu. Lóló varð 75 ára á síðasta ári en er enn að vinna við að halda fólki í formi, veita því aðhald og gefa góð ráð. Hún hefur unnið sem kennari og einkaþjálfari hjá World Class í þrjátíu ár en hefur meðfram því verið fararstjóri hjá Úrval Útsýn. Þegar blaðamaður sló á þráðinn á öðrum degi ársins og falaðist eftir viðtali tók hún vel í það, enda alltaf til í að tala um ágæti heilbrigðs lífsstíls. Lóló var að sjálfsögðu í World Class í Laugum að klára að þjálfa viðskiptavini þegar blaðamann bar að garði. Á kaffihúsinu beið hún með tvö vatnsglös, í skærappelsínugulum íþróttafötum og eldhress, enda í toppformi!
Fer í laugina alla daga
Snemma beygist krókurinn, segir máltækið, og á það vel við í tilfelli Lólóar. Hún var ekki nema sjö ára
...