Tyrkneski markvörðurinn Altay Bayindir reyndist óvænt hetja ríkjandi bikarmeistara Manchester United þegar liðið hafði betur gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum í Lundúnum í gær. Bayindir, sem er varamarkvörður Rauðu djöflanna, varði vítaspyrnu í venjulegum leiktíma og sömuleiðis í vítaspyrnukeppninni og tryggði liðinu þannig sæti í fjórðu umferð. » 26