Berlín, 1. janúar 2024
Eitt fyrsta skrefið í því að gerast fullgildur Berlínari er að læra hvað hlutirnir heita. Að vita að aðaltorgið er kallað Alex, ekki Alexanderplatz, að það er Prenzlberg eða P-berg, ekki Prenzlauer Berg, Kudamm, ekki Kurfürstendamm, Kotti og ekki Kottbusser Tor, KaDeWe, ekki Kaufhaus Des Westens. Sá sem notar fullt nafn stimplar sig samstundis sem utanbæjarmann.
Eitt sinn vann ég á Alex, á blaðinu Berliner Zeitung á sjöundu hæð í konstrúktivísku háhýsi frá tímum kommúnismans. Ekki var ýkja mikið að gera fyrir gestablaðamann frá Íslandi en það var þýskuskóli á annarri hæð og þar sótti ég tíma tvær stundir á dag. Bæði blað og skóli virðast nú horfin úr húsinu og eitthvert stórfyrirtækið búið að taka yfir bygginguna alla. Meira að segja veitingastaðurinn á jarðhæð, Der Alte Fritz, þar sem hægt var að fá prússneskan bændamat, er
...