Sverrir Tryggvason fæddist 25. mars 1930. Hann lést 12. desember 2024.

Sverrir var jarðsunginn 9. janúar 2025.

Sverrir Tryggvason gekk í Kiwanisklúbbinn Eldey í Kópavogi 1974. Hann vakti strax athygli félaga fyrir snyrtimennsku og ákveðna og skemmtilega framkomu.

Um þetta leyti var komin upp umræða um húsnæðismál klúbbsins, og sýndi Sverrir því máli mikinn áhuga frá upphafi. Svo kom að því að klúbburinn keypti gamalt hús og flutti það á nýjan grunn í Kópavogi. Kom nú dugnaður og útsjónarsemi Sverris vel í ljós. Við nýjan grunn, flutning og standsetningu hússins vann Sverrir öllum stundum sem hann hafði aflögu. Eitt sinn, seinnipartinn á aðfangadag jóla, var Sverrir spurður hvort nú væri ekki kominn tími til að fara heim og halda upp á jólin.

Sverrir gegndi

...