Tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæðum sem greidd voru í nýliðnum alþingiskosningum, og skilað var á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar, var ekki komið áfram til kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis og því ekki talin með. Atkvæðin falla því dauð.
Í svari bæjarritara Kópavogsbæjar við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að póstsending sem innihélt fyrrgreind atkvæði hafi borist 29. nóvember, daginn fyrir kosningarnar, án þess að starfsmenn bæjarins hafi orðið þess áskynja. Málið hafi uppgötvast 2. desember, mánudaginn eftir kosningar. Hin ótöldu atkvæði hefðu getað haft áhrif á kosningaúrslit í kjördæminu sem og úthlutun uppbótarþingsæta.
Landskjörstjórn stefnir að því að skila inn áliti sínu um framkvæmd alþingiskosninganna í Suðvesturkjördæmi um miðja þessa viku, en framkvæmd kosninganna var kærð af tveimur
...