Kjartan Már Kjartansson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 voru liðin 30 ár frá því að sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust árið 1994 í Reykjanesbæ. Þeirra tímamóta var minnst með margvíslegum hætti allt síðastliðið ár. Bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar settu á laggirnar sérstakan afmælissjóð í tilefni afmælisins sem einstaklingar og hópar gátu sótt um styrki í til viðburðahalds í tengslum við afmælið. Á afmælideginum sjálfum hélt bæjarstjórn Reykjanesbæjar svo hátíðarfund í Hljómahöll þar sem meðal annars voru útnefndir tveir nýir heiðursborgarar, þau Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir og Albert Albertsson verkfræðingur. Strax að hátíðarfundinum loknum voru svo haldnir útitónleikar á þaki Hljómahallar þar sem margt af okkar besta fólki kom fram og mikill fjöldi bæjarbúa og gesta mætti til að hlusta og njóta.
Stofnun Reykjanesbæjar markaði
...