Fía á Sandi eða Hólmfríður Bjartmarsdóttir er búin að trappa sig niður eftir jólaátið og komin í aðhaldsrútínuna aftur. „En þá er málið hvað gera skal og um hvað yrkja.“ Það sem þá kemur upp í hugann: Á víni er ég orðin þreytt en ástandið er snúið
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Fía á Sandi eða Hólmfríður Bjartmarsdóttir er búin að trappa sig niður eftir jólaátið og komin í aðhaldsrútínuna aftur. „En þá er málið hvað gera skal og um hvað yrkja.“ Það sem þá kemur upp í hugann:
Á víni er ég orðin þreytt
en ástandið er snúið.
Ég yrki bara um ekki neitt
því ölið mitt er búið.
Kuldinn bítur kinn og nef
af kuldanum ég tárast.
Víst er þetta vonlaust stef
og vísan er að klárast.
Yfir kaldan eyðisand
öll hefur gleðin rokið.
Nú vildi ég eiga whiskybland.
Vísunni
...