Fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að fjárfestingasjóðurinn BlackRock hefði sagt sig úr sameiginlegu loftslagsverkefni fjármálastofnana og Sameinuðu þjóðanna. Með þessu fylgir BlackRock í fótspor bankanna Morgan Stanley, Citigroup, Wells…
Fréttaskýring
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að fjárfestingasjóðurinn BlackRock hefði sagt sig úr sameiginlegu loftslagsverkefni fjármálastofnana og Sameinuðu þjóðanna. Með þessu fylgir BlackRock í fótspor bankanna Morgan Stanley, Citigroup, Wells Fargo, Goldman Sachs og Bank of America sem gengu til liðs við átakið Net Zero Banking Alliance (NZBA) þegar því var hleypt af stokkunum árið 2021 en hafa, á undanförnum vikum, skorið á tengslin við verkefnið hver á fætur öðrum.
NZBA er ætlað að fá fjármálafyrirtæki til að haga fjárfestingum sínum og lánveitingum í samræmi við loftslagsmarkmið SÞ og leggja sitt af mörkum til að gera heiminn allan kolefnishlutlausan eigi síðar en 2050.
Það
...