Grænland Barn Keiru var tekið frá henni tveimur tímum eftir fæðingu.
Grænland Barn Keiru var tekið frá henni tveimur tímum eftir fæðingu. — Morgunblaðið/Ásdís

Ríkisstjórn Danmerkur og landstjórn Grænlands hafa fallist á sameiginlega lausn í máli er varðar „foreldrahæfnipróf“ en dönsk stjórnvöld hafa síðasta mánuðinn sætt þungri gagnrýni vegna prófanna sem eru sögð mismuna Grænlendingum í Danmörku.

Prófin eru notuð víða í Danmörku sem hluti af barnaverndarrannsóknum en hafa lengi verið gagnrýnd af mannréttindastofnunum og grænlenskum stjórnmálamönnum, sem segja þau gjarnan ekki gera ráð fyrir tungumálamúrum eða menningarmun. Rúmlega 5% grænlenskra barna í Danmörku eru sett á fósturheimili en aðeins 1% danskra barna.

Málið komst aftur í sviðsljós fjölmiðla í desember þegar nýfætt barn Keiru Alexöndru Kronvold var tekið af henni aðeins tveimur tímum eftir fæðingu á spítala á Norður-Jótlandi. Málið knúði fram öflug mótmæli í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í yfirlýsingu segir félags-

...