Á annan tug dauðra grágæsa fundust í Vatnsmýri í Reykjavík í gær. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, gekk fram á fuglana og telur hann allar líkur á því að fuglaflensan hafi dregið þá til dauða
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Á annan tug dauðra grágæsa fundust í Vatnsmýri í Reykjavík í gær. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, gekk fram á fuglana og telur hann allar líkur á því að fuglaflensan hafi dregið þá til dauða. Hann segir aðkomuna hafa verið mjög óhugnanlega.
„Við vorum þarna í þeim erindagjörðum að leita uppi dauðar gæsir og höfðum fengið fregnir af því undanfarna daga að óvenjumargir fuglar væru dauðir þarna. Í stuttu máli var staðan miklu verri en maður gat ímyndað sér,“ segir Gunnar.
„Það
...