Fjölskyldan Elfa, Vladimir og börn í helgarútilegu á hálfeyjunni Rügen í Norður-Þýskalandi síðastliðið vor.
Fjölskyldan Elfa, Vladimir og börn í helgarútilegu á hálfeyjunni Rügen í Norður-Þýskalandi síðastliðið vor.

Elfa Rún Kristinsdóttir fæddist 13. janúar 1985 á Akureyri, en fluttist í kringum 5 ára til Reykjavíkur.

Elfa gekk í Vesturbæjarskóla og Austurbæjarskóla. Hún var síðan í Menntaskólanum við Hamrahlíð til 18 ára aldurs, samhliða tónlistardeild LÍH sem var nýstofnuð. Hún kláraði einleikarapróf í tónlist 18 ára og flutti þá beint til Freiburgar í Þýskalandi fyrir háskólanám í tónlist.

Hún lauk BA-námi í fiðluleik frá Hochschule für Musik í Freiburg 2007. Hún flutti þá til Berlínar en hélt síðan áfram námi við Hochschule für Musik und Theater í Leipzig og lauk þaðan meistaranámi árið 2011 og sérstakri einleikaragráðu árið 2013.

Elfa hefur verið sjálfstætt starfandi í tónlistinni og verið búsett í Berlín síðan 2008. Hún var í Solistenensemble Kaleidoskop 2006-2014 og konsertmeistari sveitarinnar frá 2008

...