Kristín Birna Garðarsdóttir fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1962. Hún lést á Landakotsspítala 1. janúar 2025 af völdum alzheimer.
Foreldrar Kristínar eru Anna María Sampsted og Garðar Víðir Guðmundsson. Systkini hennar eru Kamilla Björk, maki Friðrik Þór Goethe; Linda, maki Ágúst Árnason, og Lilja, maki Jón Helgi Pálsson.
Kristín kynntist lífsförunaut sínum, Guðbergi Guðbergssyni, 1977. Börn þeirra eru Anna Björk, maki Hrólfur Magni Gíslason, og Viktor. Barnabörn Kristínar eru Aþena Ósk, Viktoría Ósk, Hrafntinna Ósk og Talía Ósk.
Kristín Birna var fyrstu árin á Seltjarnarnesi og flutti til Reykjavíkur og hefur búið síðustu árin í Mosfellsdal.
Kristín starfaði við verslunarstörf; í versluninni Virkni í Ármúla, Litaveri og síðar sem skrifstofustjóri
...