ÍR og Selfoss gerðu jafntefli, 17:17, í hörkuleik í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á laugardag. Eftir leikinn er ÍR í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig en Selfoss er í fjórða sæti með níu stig. Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum í liði ÍR-inga og skoraði 11 af 17 mörkum liðsins. Hildur Öder Einarsdóttir varði 12 skot í markinu. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir átti stórleik og varði 15 skot í marki Selfyssinga. Stjarnan vann þá nauman sigur á ÍBV, 23:22, í Vestmannaeyjum. Stjarnan er í fimmta sæti með átta stig en ÍBV er í því sjöunda með sex. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði 15 skot í marki Stjörnunnar og Bernódía Sif Sigurðardóttir 13 skot í marki ÍBV.
Knattspyrnumaðurinn Sindri Þór Guðmundsson hefur gert
...