Haukar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik með því að leggja úkraínska liðið Galychanka Lviv að velli, 24:22, í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi
Ásvellir Lið Hauka fagnar glæsilegu afreki sínu að komast í átta liða úrslit Evrópubikarsins ásamt stuðningsmönnum liðsins eftir annan tveggja marka sigur á Galychanka Lviv frá Úkraínu á Ásvöllum í gærkvöldi.
Ásvellir Lið Hauka fagnar glæsilegu afreki sínu að komast í átta liða úrslit Evrópubikarsins ásamt stuðningsmönnum liðsins eftir annan tveggja marka sigur á Galychanka Lviv frá Úkraínu á Ásvöllum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Evrópubikar

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Haukar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik með því að leggja úkraínska liðið Galychanka Lviv að velli, 24:22, í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Haukar unnu einvígið samanlagt 50:46, eftir að hafa einnig unnið fyrri leikinn á laugardagskvöld með tveimur mörkum, 26:24.

Mikið jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins fóru Haukar hins vegar að slíta sig frá Galychanka og náðu þriggja marka forystu, 13:10, sem voru hálfleikstölur.

Haukar komu fljúgandi inn í síðari hálfleikinn og skoruðu fyrstu fimm mörk hans. Staðan var þá orðin 18:10 og munurinn átta mörk. Mestur

...