Jarðskjálfti í Ljósufjallakerfinu klukkan 17.19 í gær mældist 2,9 að stærð og fannst í byggð. Hann er með þeim stærstu sem mælst hafa á svæðinu frá upphafi mælinga og frá því skjálfa tók þar skyndilega árið 2021
Haraldur Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Jarðskjálfti í Ljósufjallakerfinu klukkan 17.19 í gær mældist 2,9 að stærð og fannst í byggð. Hann er með þeim stærstu sem mælst hafa á svæðinu frá upphafi mælinga og frá því skjálfa tók þar skyndilega árið 2021.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar ræddi jarðhræringarnar á fundi sínum á fimmtudaginn og stendur upplýsingafundur hjá almannavarnanefnd svæðisins fyrir dyrum eins og Kristinn Jónasson bæjarstjóri greinir frá. „Ég upplýsti bæjarstjórn um að til stæði að halda fund með almannavarnanefndinni hérna á Vesturlandi og ég heyrði frá lögreglunni og formanni almannavarna, sem er Bjarki í Búðardal, og okkur var sagt að það væru svo sem engar stórar fréttir frá Veðurstofunni, en við munum fljótlega fara yfir þetta til að dýpka okkar skilning á því hvað er í gangi,“ segir

...