Höfuðborgarsvæðið er það borgarsvæði á Norðurlöndunum þar sem umferðartafir eru næstmestar.
Þórarinn Hjaltason
Þórarinn Hjaltason

Þórarinn Hjaltason

Þann 20. nóvember síðastliðinn var birt í Morgunblaðinu grein mín „Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu“, þar sem ég bar höfuðborgarsvæðið saman við ýmis önnur borgarsvæði á Norðurlöndunum hvað umferðartafir snerti. Stuðst var við mat fyrirtækisins TomTom á umferðartöfum á tæplega 400 borgarsvæðum á árinu 2023.

Nýlega birti TomTom lista yfir mat á umferðartöfum 500 borgarsvæða á árinu 2024, byggt á upplýsingum úr fjölda leiðsögutækja á vegum TomTom. Það vakti athygli mína að svokallaður tafastuðull fyrir höfuðborgarsvæðið hefur hækkað úr 19% fyrir árið 2023 upp í 22% fyrir árið 2024.

Tafastuðull

Tafastuðull borgarsvæðis segir til um hve miklu lengri tíma (%) bílferðir taka samanborið við ferðatíma, þegar engar eru umferðartafirnar, sbr.

...