Óvænt skilaboð frá Tinder vöktu bæði kátínu og usla í vinahópi um helgina. Í þættinum Ísland vaknar sagði Bolli Már frá því hvernig vinur hans, sem er í 14 ára sambandi, fékk skilaboð frá Tinder og varð brjálaður. „Vinur minn sendi inn á hópspjallið: „Jæja strákar, hver er að vera brandarakall núna!?“ – alveg brjálaður!“ sagði Bolli og viðurkenndi að vinirnir hefðu emjað af hlátri þegar málið kom upp.

Bolli útskýrði málið fyrir vini sínum með frétt um gagnaleka sem átti sér stað um helgina og birtist
á fréttamiðlum Árvakurs.
Nánar á K100.is.