Úkraína Annar af stríðsföngunum tveimur frá Norður-Kóreu.
Úkraína Annar af stríðsföngunum tveimur frá Norður-Kóreu. — AFP/Telegram-rás Úkraínuforseta

Lee Seong-kweun, þingmaður á suðurkóreska þinginu, sagði í gær að upplýsingar suðurkóresku leyniþjónustunnar, NIS, bentu til þess að Norður-Kóreumenn hefðu misst um 3.000 manns í heildina í bardögum sínum við Úkraínumenn. Þar af hefðu um 300 verið felldir og um 2.700 særðir.

Vestrænar leyniþjónustur telja að Norður-Kórea hafi í heild sent á bilinu 10-12 þúsund hermenn til Rússlands, en þeim hefur aðallega verið beitt til árása á vígstöður Úkraínumanna í Kúrsk-héraði Rússlands.

Lee, sem situr í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, sagði að norðurkóresku hermennirnir væru undir fyrirmælum um að svipta sig lífi frekar en að láta taka sig til fanga og hefðu slík fyrirmæli fundist á líkum hermannanna.

Lee greindi m.a. frá því að norðurkóreskur hermaður sem var umkringdur

...