„Þetta er einleikur um hana Ífí sem er undurmálsmanneskja, ung kona sem býr á Ásbrú á Suðurnesjum. Þetta er breskt verk, Iphigenia i Splott, eftir Gary Owen og gerist þá í hverfi í Cardiff í Wales, en við erum búnar að staðfæra þetta…
Ífigenía í Ásbrú Leikkonan Þórey Birgisdóttir í hlutverki sínu sem hin íslenska Ífí sem hefur marga fjöruna sopið.
Ífigenía í Ásbrú Leikkonan Þórey Birgisdóttir í hlutverki sínu sem hin íslenska Ífí sem hefur marga fjöruna sopið. — Ljósmynd/Skjáskot úr stiklu

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Þetta er einleikur um hana Ífí sem er undurmálsmanneskja, ung kona sem býr á Ásbrú á Suðurnesjum. Þetta er breskt verk, Iphigenia i Splott, eftir Gary Owen og gerist þá í hverfi í Cardiff í Wales, en við erum búnar að staðfæra þetta verðlaunaverk frá 2015 sem hefur farið sigurför um allan heim,“ segir Anna María Tómasdóttir, leikstjóri einleiksins Ífigenía í Ásbrú, sem hún og leikkonan Þórey Birgisdóttir þýddu saman, en Þórey fer með hlutverk Ífigeníu.

„Þórey rakst fyrst á þetta verk í coivd-tíð og kolféll fyrir því og hún sá það seinna á sviði í London. Hjá höfundinum Gary Owen er fyrirmyndin forngríski harmleikurinn Ífigenía í Ális sem Evripídes skrifaði árið 410 fyrir Krist. Þar segir frá Agamemnon leiðtoga

...