Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, telur það eðlilega kröfu að Ísland komist áfram í átta liða úrslit á komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi og hefst í dag
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur vaxið í starfi og hans handbragð er farið að sjást á liðinu, að mati Geirs Sveinssonar.
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur vaxið í starfi og hans handbragð er farið að sjást á liðinu, að mati Geirs Sveinssonar. — AFP/Ina Fassbender

HM 2025

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, telur það eðlilega kröfu að Ísland komist áfram í átta liða úrslit á komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi og hefst í dag.

Ísland leikur í G-riðli keppninnar ásamt Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í Zagreb í Króatíu. Efstu þrjú lið riðilsins tryggja sér sæti í milliriðli fjögur sem verður einnig leikinn í Zagreb. Takist Íslandi að komast áfram í milliriðil verða næstu mótherjar liðsins úr H-riðli þar sem Egyptaland, Króatía, Argentína og Barein leika. Tvö efstu lið milliriðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslitin sem verða leikin í Zagreb og Bærum í

...